Allsherjarverkfall í vændum

00:00
00:00

Alls­herj­ar verk­fall verður á Grikklandi á morg­un. Op­in­ber­ir starfs­menn lögðu niður vinnu í Grikklandi í dag og á morg­un bæt­ast í hóp­inn starfs­menn á al­menn­um vinnu­markaði. Um er að ræða fyrstu aðgerðir al­menn­ings vegna fyr­ir­ætl­ana stjórn­valda um gríðarleg­an niður­skurð. Fleiri munu fylgja í kjöl­farið.

Til átaka kom í dag milli um þúsund mót­mæl­enda og lög­reglu á göt­um Aþenu. Stétt­ar­fé­lög í Grikklandi segja að aðgerðir stjórn­valda komi harðast niður á lág­tekju­fólki.

Á morg­un má bú­ast við að starf­semi ráðuneyta og annarra op­in­berra stofn­ana lam­ist. Sjúkra­hús verði rek­in sam­kvæmt neyðaráætl­un auk þess sem öll­um flug­ferðum til og frá land­inu verður af­lýst.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert