Bleikur pardus handtekinn

Skartgripaþjófarnir eru öllu faglegri en lögreglumaðurinn klaufalegi Clouseau.
Skartgripaþjófarnir eru öllu faglegri en lögreglumaðurinn klaufalegi Clouseau.

Lögreglan í Svartfjallalandi hefur handtekið mann sem grunaður er um að vera liðsmaður glæpahópsins Bleiku pardusanna en hópurinn er grunaður um skartgriparán víðs vegar um heiminn, samkvæmt upplýsingum frá Interpol.

Maðurinn sem var handtekinn er 24 ára gamall Serbi, Bojan Vuckovic,en hann var eftirlýstur fyrir vopnað rán í skartgripaverslun í Vín í Austurríki í nóvember 2008.

Vuckovic var handtekinn við eftirlit við landamæri Serbíu og Svartfjallalands.

Interpol er með sérstaka deild sem sér um rannsókn á glæpum sem talið er að Bleiku pardusarnir beri ábyrgð á. Eru þeir grunaðir um að hafa rænt skartgripum fyrir meira en 250 milljónir evra, 42,4 milljarða króna, síðasta áratuginn.

Þrír Serbar sem taldir eru vera liðsmenn glæpahópsins voru dæmdir í 6-15 ára fangelsi í Frakklandi í september. Jafnframt var maður sem var eftirlýstur í fjórum löndum fangelsaður á Kýpur í apríl 2009.

Það var breska lögreglan sem veitti þjófunum nafnið bleiku pardusarnir eftir að lögreglan fann demantshring falinn í krukku af andlitskremi líkt og gerðist í kvikmyndinni  Pink Panther, sem Peter Sellers fór með aðalhlutverkið í 1963.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert