Grikkir leggja niður störf

Grikkir eru reiðir.
Grikkir eru reiðir. Reuters

Op­in­ber­ir starfs­menn í Grikklandi hafa lagt niður störf og hafið tveggja sól­ar­hringa verk­fall. Þeir vilja með þessu mót­mæla þeim launa­lækk­un­um og niður­skurði sem þeir standa frammi fyr­ir vegna efna­hags­vand­ans þar í landi. Á morg­un hefst svo alls­herj­ar­verk­fall í Grikklandi.

Samþykkt hef­ur verið að veita Grikkj­um 110 millj­arða evra björg­un­ar­pakka vegna efn­hags­vand­ans, en á móti hafa grísk stjórn­völd kynnt aðgerðaráætl­un um niður­skurð og aðhald í rík­is­rekstri.

Stefnt er að því að lækka út­gjöld sem nema 30 millj­örðum evra næstu þrjú árin. Tak­markið er að fjár­laga­hall­inn verði und­ir 3% af vergri lands­fram­leiðslu árið 2014. Nú mæl­ist hann 13,6%.

Stétt­ar­fé­lög í Grikklandi segja að aðgerðir stjórn­valda komi harðast niður á lág­tekju­fólki. Fé­lag­ar í gríska komm­ún­ista­flokkn­um fóru eldsnemma í morg­un upp a Akropólis­hæð, þar sem rúst­ur fornra hofa gnæfa yfir borg­ina. Þar var breitt úr risa­stór­um borða sem á stóð: Þjóðir Evr­ópu rísi upp. Fólk hrópaði slag­orð gegn stjórn­völd­um og niður­skurðaráform­um þeirra.  

„Við vilj­um koma boðum til af­skekkt­ustu byggða Grikk­lands og Evr­ópu," sagði Ni­kos Papaconst­ant­in­ou, þingmaður komm­ún­ista í út­varps­viðtali. „Það standa yfir svipaðar ráðstaf­an­ir til að af­nema trygg­inga­bæt­ur um alla Evr­ópu. En reiði fólks­ins mun bein­ast að sam­tök­um heimsvalda­sinna.

Boðað hef­ur verið til alls­herj­ar­verk­falls í Grikklandi á morg­un en op­in­ber­ir starfs­menn lögðu marg­ir niður vinnu í morg­un. Bú­ist er við að starf­semi ráðuneyta og annarra op­in­berra stofn­ana lam­ist og sjúkra­hús eru rek­in sam­kvæmt neyðaráætl­un.  Þá mun inn­an­lands­flug liggja að mestu niðri í dag og allt flug á morg­un. 

Andreas Lover­dos, at­vinnu­málaráðherra, sagði í morg­un: „Við höf­um aðeins eitt mark­mið, að bjarga Grikklandi, og við ætl­um ekki að hvika frá því." 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert