Mahmud Abbas, forsætisráðherra Palestínumanna, sakar öfgamenn í röðum ísraelskra landnema um að hafa kveikt í frægri mosku á Vesturbakkanum. Segir hann brunann ógna friðarviðræðum fyrir botni Miðjarðarhafs sem fram fer undir stjórn Bandaríkjamanna.
Í opinberri yfirlýsingu sem starfsmenn á skrifstofu ráðherrans sendu frá sér fyrr í dag kemur fram að Abbas fordæmi íkveikju öfgalandnemanna. Auk þess vísi hann allri ábyrgð á ísraelsk stjórnvöld þar sem ísraelski herinn verndi landnemana.