Slóvenar þurfa lán til að hjálpa Grikkjum

Slóvensk stjórnvöld greindu frá því í dag að skera þurfi niður í ríkisfjármálum og taka lán svo þjóðin geti tekið þátt í neyðarláni evrulandanna til Grikklands. Slóvenar þurfa að leggja fram samtals 384 milljónir evra og þar af 144 milljónir evra á þessu ári.

Neyðarlánið hljóðar upp á 110 milljarða evra á næstu þremur árum og koma 80 milljarðar frá evrulöndunum fimmtán. Franc Krizanic, fjármálaráðherra Slóveníu, sagðist í dag óánægður með þjóðin þurfi að greiða verulegan kostnað sem fylgir aðstoðinni. Hann tók þó fram að hann telji neyðarlánið nauðsynlegt enda ætti vandinn annars eftir að vaxa og breiða úr sér til annarra ríkja Evrópusambandsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert