Skipulagði barnaníðsferðir

Maðurinn framleiddi einnig barnaklám og dreifði.
Maðurinn framleiddi einnig barnaklám og dreifði. mbl.is/Kristinn

Kan­adamaður á sjö­tugs­aldri á yfir höfði sér allt að fimm­tíu ára fang­elsi en  hann hef­ur játað, að skipu­leggja ferðir karl­manna til Tæ­l­ands í þeim eina til­gangi að hafa sam­ræði við unga drengi. Maður­inn hagnaðist af skipu­lagn­ingu slíkra ferða alla vega frá ár­inu 2000.

Maður­inn, John Wrens­hall, var hand­tek­inn á Heathrow flug­velli í London seint á ár­inu 2008 og fram­seld­ur til Banda­ríkj­anna í júlí á síðasta ári. Lög­regla lýsti eft­ir mann­in­um í kjöl­far þess að maður frá New Jers­ey í Banda­ríkj­un­um játaði að hafa sótt Wrens­hall heim til Tæ­l­ands og haft þar mök við unga drengi.

Wrens­hall bjó um ára­bil í Tæl­andi og fékk all­marga karl­menn í heim­sókn á þeim tíma. Þrír þeirra hafa þegar verið dæmd­ir fyr­ir þátt sinn. Auk þess að skipu­leggja ferðirn­ar fram­leiddi maður­inn barnaklám og dreifði. Gert er ráð fyr­ir að dóm­ur verði kveðinn upp 16. ág­úst nk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert