Grikkland stendur nú „á barmi hyldýpisins“

Lögreglumaður hrasar í Aþenu eftir að hafa fengið í sig …
Lögreglumaður hrasar í Aþenu eftir að hafa fengið í sig bensínsprengju. reuters

Grikkland stendur á „barmi hyldýpisins“, sagði Carolos Papoulias, forseti Grikklands, í gær eftir að tvær konur og einn karl létu lífið þegar eldsprengju var varpað á banka í Aþenu.

Allsherjarverkfall var í gær og voru haldnir fjöldafundir til að mótmæla niðurskurði og skattahækkunum, sem ætlað er að koma í veg fyrir gjaldþrot Grikklands. Til harðra átaka kom milli mótmælenda og lögreglu og hentu mótmælendur með hettur á höfði bensínsprengjum í verslanir og fyrirtæki.

„Enginn hefur rétt til að beita ofbeldi, að ekki sé talað um ofbeldi sem leiðir til morðs,“ sagði Papandreou.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert