Tveir dóu í hátíðlegum slagsmálum

Tveir menn létu lífið á hinni árlegu „Tinku" hátíð í Bólivíu í dag en þar fer samkvæmt hefðinni fara fram táknræn, en blóðug, slagsmál með berum hnefunum.

„Tinku" þýðir „bardagi" og þessum árlegu hátíðahöldum fylgja einmitt skipulagðir bardagar á milli fólks af ólíkum ættbálkum og uppruna í Bólivíu. Í ár endaði þessi helgisiður með hörmungum þegar tveir bændur dóu í kjölfar slagsmálanna í þorpinu Macha, norðan af Potosi héraði.

Engu að síður segja íbúar að slagsmálin séu og verði áfram föst hefð sem tilheyri þessum hátíðahöldum og risti ekkert dýpra en svo. Slagsmálin eru alla jafna mjög gróf en lögregla stendur álengdar og grípur inn í ef þörf er talin á því.

Uppruna þessarar hefðar má rekja til ættbálkadeilna um eignarétt yfir landsvæðum áður fyrr. Þau eru nú aðeins táknræn og er sagt að blóðug jörð gefi góða uppskeru, en þátttaka í þeim hefur dregist saman um allt að 70% á milli kynslóða. Slagsmálin eru jafnframt talin forveri hefðbundinna  bólkivískra ættbálkadansa þar sem dansporin líkja eftir hreyfingum slagsmálahundanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert