Argentínskur karlmaður sem ákærður hafði verið fyrir að eignast sjö börn með dóttur sinni lét lífið meðan hann sat í gæsluvarðhaldi og beið réttarhalds.
Að sögn fangelsismálayfirvalda lést maðurinn af völdum öndunarfærasjúkdóms eftir flutning milli fangelsi í Argentínu. Maðurinn var ákærður fyrir að beita dóttur sína kynferðislegu ofbeldi í rúma tvo áratugi. Ofbeldið hófst þegar dóttir mannsins var átta ára gömul, en hún er núna um þrítugt. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að nauðga tveimur öðrum dætrum sínum.
Eftir því sem fjölmiðlar greina frá bjó maðurinn ásamt dætrum sínum, börnum þeirra, og seinni eiginkonu sinni. Dóttirin sem þola mátti ofbeldið lengst hafði samband við yfirvöld og óskað eftir aðstoð í kjölfar þess að faðir hennar hótaði að beita eina dóttur hennar kynferðislegu ofbeldi.