Spænskum flugvöllum lokað

Spá bresku veðurstofunnar um gjóskudreifingu klukkan 6 í fyrramálið. Á …
Spá bresku veðurstofunnar um gjóskudreifingu klukkan 6 í fyrramálið. Á svörtu svæðinum gildir flugbann.

Þrem­ur flug­völl­um á norðvest­ur­hluta Spán­ar verður lokað í fyrra­málið vegna ösku frá Eyja­fjalla­jökli. Um er að ræða flug­vell­ina í Santiago de Compostela, sem verður lokað á miðnætti, og í La Cor­una og Vigo, sem verður lokað klukk­an 4:30.

Reiknað er með að Kefla­vík­ur­flug­völl­ur lok­ist síðdeg­is á morg­un en að hann opn­ist að nýju á sunnu­dags­morg­un. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka