Spænskum flugvöllum lokað

Spá bresku veðurstofunnar um gjóskudreifingu klukkan 6 í fyrramálið. Á …
Spá bresku veðurstofunnar um gjóskudreifingu klukkan 6 í fyrramálið. Á svörtu svæðinum gildir flugbann.

Þremur flugvöllum á norðvesturhluta Spánar verður lokað í fyrramálið vegna ösku frá Eyjafjallajökli. Um er að ræða flugvellina í Santiago de Compostela, sem verður lokað á miðnætti, og í La Coruna og Vigo, sem verður lokað klukkan 4:30.

Reiknað er með að Keflavíkurflugvöllur lokist síðdegis á morgun en að hann opnist að nýju á sunnudagsmorgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert