Askan hindrar flug í Þýskalandi

Flettiskilti á flugvelinum í Munchen í Þýskalandi.
Flettiskilti á flugvelinum í Munchen í Þýskalandi. Reuters

Loftrýminu suður af Munchen var lokað kl. 13 í dag vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli. Talsverður fjöldi flugvéla bíður þess því að komast í loftið þegar loftmengun minnkar.

„Sökum þess hversu hátt öskumagnið er í loftinu hefur ekkert verið hægt að fljúga til eða frá Munchen í dag,“ er haft eftir öryggisfulltrúi flugmálayfirvalda Þýskalands (DFS). Tók hann fram að ráðstöfunin myndi gilda eins lengi og þurfa þyrfti.

Lokun loftrýmisins hefur einnig áhrif á flugvellina í Augsburg, Memmingen og Stuttgart. „Ráðamenn DFS munu byggja ákvarðanir sínar um framhaldið á þeim veðurspám sem væntanlegar eru,“ sagði öryggisfulltrúinn jafnframt.

Öskufallið frá Eyjafjallajökli hefur í dag haft áhrif á flug til og frá Portúgals, Ítalíu og Frakklands, en öllu flugi var aflýst fyrrnefndum löndum.

Á flugvellinum í Frankfurt, sem er sú þriðja stærsta á meginlandinu, þurfti að aflýsa alls 29 flugferðum. Þar var aðallega um að ræða ferðir sem heitið var til Suður-Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert