Flóðbylgjuviðvörun í Indónesíu

Áhyggjufullir íbúar í Banda Aceh, sem fluttir voru á öruggari …
Áhyggjufullir íbúar í Banda Aceh, sem fluttir voru á öruggari staði ofar í borginni. STRINGER/INDONESIA

Gefin var út flóðbylgjuviðvörun í morgun vegna jarðskjálfta upp á 7,4 stig úti fyrir Indónesíu, í Aceh-héraði. Skjálftinn var staðsettur 214 km suðaustur af borginni Banda Aceh á eyjunni Súmötru, á um 60 km dýpi. Einhverjar skemmdir hafa orðið á húsum í borginni.

Þetta er á svipuðum slóðum og stóri skjálftinn varð í desember árið 2004, 9,2 stig, sem olli gríðarlega skæðri flóðbylgju. Þá fórust um 220 þúsund manns.

Jarðvísindamenn telja að nú sé ekki mikil hætta á flóðbylgju en þó geti litlar og staðbundnar bylgjur komið á strendur í um 100 km fjarlægð frá upptökum skjálftans. Mikil skjálftavirkni hefur verið á þessum slóðum á seinni árum. Ekki er meira en ár liðið síðan um þúsund manns fórust í jarðskjálfta á Súmötru.

Skelfing greip um sig meðal íbúanna, sem eru minnugir flóðbylgjunnar …
Skelfing greip um sig meðal íbúanna, sem eru minnugir flóðbylgjunnar í desember 2004. STRINGER/INDONESIA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka