Segir talíbana að baki sprengjutilræði

Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur látið hafa eftir sér að bandarísk stjórnvöld hafi undir höndum sannanir sem bendi til þess að talíbanar í Pakistan hafi staðið að sprengjutilrauninni á Times torgi í New York fyrir viku.

Fram að þessu hafa talsmenn stjórnvalda vísað á bug öllum tilgátum þess efnis að talibanar stæðu að baki árásinni.

Einn maður er í haldi, Faisal Shashad, en hann er bandarískur ríkisborgari fæddur í Pakistan. Holder segist hafa sannanir fyrir því að talíbanar hafi hjálpað til við undirbúning hryðjuverksins auk þess sem miklar líkur séu á því að þeir hafi einnig fjármagnað áætlunina.

Frá Times torgi í New York.
Frá Times torgi í New York. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert