Fulltrúar þýskra stjórnvalda lögðu í dag til að komið yrði á fót sérstökum neyðarsjóði til þess að bregðast við vanda evrunnar og að sjóðnum væri komið upp í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS). Þetta er meðal þess sem rætt var á fundi fjármálaráðherra Evrópusambandsríkjanna í Brussel í dag.
„Þýskaland hefur lagt til að alls verði 500 milljarðar evra lagði í slíkan sjóð,“ er haft eftir embættismanni hjá Evrópusambandinu. Mun hugsunin með sjóðnum vera sú að löndin í evrusamvinnu geti sótt sér aðstoð í sjóðinn.
Framlögin í sjóðinn myndu samanstanda af annars vegar 60 milljarða evra framlagi úr sjóðum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og hins vegar 440 milljarða evra framlagi frá löndunum 16 sem standa að evrusamstarfinu sem og AGS. Hjálparpakkinn myndi ganga út á tvíhliða lán, lánafyrirgreiðslur og lánalínur frá AGS.