David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, segir að Frjálslyndir demókratar verði að fara ákveða sig hvort þeir muni styðja nýja ríkisstjórn með íhaldsmönnum eða Verkamannaflokknum.
Íhaldsflokkurinn fékk flest þingsæti í kosningunum í síðustu viku, en þeir náðu hins vegar ekki hreinum meirihluta. Þeir hafa beðið frjálslynda um að mynda með sér samteypustjórn.
Frjálslyndi demókrataflokkurinn hóf hins vegar að ræða einnig við Verkamannaflokkinn í gær, eftir að Gordon Brown greindi frá því að hann muni hætta sem leiðtogi flokksins í haust.
Nick Clegg, leiðtogi frjálslyndra, segist viðræðurnar hafi komist á mikilvægt lokastig. Flokkurinn muni leggja sitt af mörkum til að setja saman öfluga ríkisstjórn.
Íhaldsmenn og frjálslyndir voru búnir að eiga í viðræðum í nokkra daga þegar Brown tilkynnir um brotthvarf sitt. Komið hefur í ljós að frjálslyndir og Verkamannaflokkurinn hafi átt í leynilegum viðræðum.