Sænsk stjórnvöld hafa háttsettum sýrlenskum sendiráðsstarfsmanni úr landi sem er grunaður um að hafa ætlað að ræna dóttur sinni og fara með hana nauðuga úr landi þar sem hún átti í ástarsambandi með ungum manni, að því er fram kom í sænska sjónvarpinu í kvöld. Þar kom fram að stjórnmálamaður blandist í málið en lögregla verst allra frétta.
Um sænskan stjórnmálamann er að ræða samkvæmt sænska sjónvarpinu.
Talsmaður utanríkisráðuneytisins, Cecilia Julin, sagði í samtali við AFP fréttastofuna að ráðuneytið tjáði sig ekki um lögreglumál sem tengjast útlendum erindrekum.
Tvennum sögum fer af því hvort sendiráðsstarfsmaðurinn sé farinn úr landi eða ekki.