Vél Ryanair snúið við

Reuters

Vél írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair, sem átti að fljúga frá Belfast á Norður- Írlandi til London, var snúið við vegna olíulyktar í farrýminu. Talsmenn félagsins segja að vélin hafi lent heilu á höldnu.

Tvær vélar flugfélagsins voru kyrrsettar á sunnudag vegna tæknilegra vandamála. Síðar kom í ljós að aska frá Eyjafjallajökli hefði komist í hreyfla vélanna. Ekki liggur fyrir hvort flugvélin, sem var snúið við í dag, sé önnur þessara véla. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert