Björgun drengs sögð kraftaverk

00:00
00:00

Jerzy Buzek, for­seti Evr­ópuþings­ins, sagði í dag að það væri sann­ar­lega krafta­verk að 8 ára gam­all hol­lensk­ur dreng­ur skyldi lifa af flug­slys í Líb­ýu í morg­un. 104 voru í flug­vél­inni og fór­ust all­ir nema dreng­ur­inn. Hann fót­brotnaði á báðum fót­um og slasaðist í and­liti en er ekki í lífs­hættu.

Hol­lenska sjón­varps­stöðin NOS sýndi nú síðdeg­is mynd­ir af drengn­um þar sem hann ligg­ur á sjúkra­húsi. Hann gekkst und­ir aðgerð í dag vegna áverk­anna. 

Hol­lenska blaðið Tel­egra­af sagði, að dreng­ur­inn hefði verið á ferð með for­eldr­um sín­um og 11 ára göml­um bróður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert