ESB fordæmir dauðarefsingar í Íran

Reuters

Ut­an­rík­is­ráðherra Evr­ópu­sam­bands­ins, Cat­her­ine Asht­on, hef­ur beðið ír­önsk stjórn­völd að falla frá áform­um sín­um þess efn­is að taka af lífi tvo dauðadæmda ein­stak­linga sem sak­felld­ir voru fyr­ir að vera óvin­ir guðs.

Beiðni Asht­on kem­ur í kjöl­far þess að fimm manns voru ný­verið tekn­ir af lífi í Íran með heng­ingu. Af­tak­an kallaði á sterk viðbrögð frá Asht­on sem sagði að Evr­ópu­sam­bandið for­dæmdi af­tök­urn­ar.

Asht­on hvatti stjórn­völd í Teher­an að íhuga mögu­leik­ann á því að veita tveim­ur ein­stak­ling­um, sem nú bíða af­töku, ann­ars kon­ar refs­ingu. Um er að ræða karl­mann og konu sem fund­in voru sek um að vera óvin­ir guðs.

Í yf­ir­lýs­ingu sem Asht­on sendi frá sér seg­ir hún að ESB hafi mikl­ar áhyggj­ur af end­ur­tekn­um af­tök­um í Íran þar sem verið sé að taka af lífi fólk úr minni­hluta­hóp­um sem og fólk sem leyfði sér að mót­mæla í fram­haldi af for­seta­kosn­ing­un­um í Íran sum­arið 2009.

Það sem af er ár­inu hef­ur a.m.k. 61 ein­stak­ling­ur verið tek­inn af lífi í Íran. Á síðasta ári voru a.m.k. 270 tekn­ir af lífi í Íran með heng­ingu.

Að sögn stjórn­valda í Teher­an gegna dauðarefs­ing­ar mik­il­vægu hlut­verki til þess að hafa stjórn á íbú­um lands­ins og stuðla að ör­yggi. Segja þeir af­tök­ur aðeins fram­kvæmd­ar í fram­haldi af um­fangs­mikl­um rétt­ar­höld­um.

Asht­on legg­ur hins veg­ar áherslu á Evr­ópu­sam­bandið legg­ist gegn dauðarefs­ing­um und­ir öll­um kring­um­stæðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert