Ráðherrar nýrrar samsteypustjórnar Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata voru kynntir í dag. David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, verður forsætisráðherra og Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, verður aðstoðarforsætisráðherra.
Fyrir Íhaldsflokksins verður William Hague utanríkisráðherra, George Osborne fjármálaráðherra, Kenneth Clarke dómsmálaráðherra, Theresa May innanríkismálaráðherra sem og ráðherra kvenna og jafnréttismála, Liam Fox varnarmálaráðherra, Iain Duncan Smith vinnumálaráðherra, Andrew Lansley heilbrigðismálaráðherra, Michael Gove menntamálaráðherra, Eric Pickles sveitarstjórnarmálaráðherra, Philip Hammond samgöngumálaráðherra, Caroline Spelman ráðherra matvæla og umhverfismála, Andrew Mitchell þróunarmálaráðherra, Owen Paterson ráðherra málefna Norður-Írlands, Cheryl Gillan ráðherra málefna Wales, Jeremy Hunt ráðherra menningar-, ólympíu-, fjölmiðla- og íþróttamála, Strathclyde lávarður verður forseti lávarðadeildar breska þingsins og Warsi barónessa verður ráðherra án ráðuneytis.
Fyrir Frjálslynda demókrata verður Vince Cable viðskipta- og nýsköpunarráðherra, Chris Huhne orku- og loftlagsmálaráðherra, Danny Alexander ráðherra málefna Skotlands, David Laws aðstoðarfjármálaráðherra,