„Brjálaði puttaferðalangurinn“ tekinn af lífi

Michael Beuke
Michael Beuke

Dæmd­ur morðingi sem hef­ur verið á dauðadeild í Ohio í Banda­ríkj­un­um í 26 ár var tek­inn af lífi í dag.  Michael Beu­ke, sem geng­ur und­ir heit­inu „brjálaði putta­ferðalang­ur­inn", myrti öku­mann sem tók hann upp á putt­an­um árið 1983 og hef­ur verið á dauðadeild frá þeim tíma.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fang­els­is­mála­yf­ir­völd­um í Ohio fékk Beu­ke bann­væna inn­spýt­ingu með þrem­ur lyfj­um í Luca­sville og lést klukk­an 14:53 að ís­lensk­um tíma, 48 ára að aldri.

Átti hann mjög erfitt með að hemja til­finn­ing­ar sín­ar síðustu klukku­stund­irn­ar sem hann lifði. Bað hann fjöl­skyld­ur fórn­ar­lambs­ins af­sök­un­ar og bað með talna­bandi í sautján mín­út­ur.

Beu­ke var dæmd­ur í októ­ber 1983 fyr­ir morðið á Robert Craig nokkr­um mánuðum fyrr. Lík Craig fannst í skurði í Clermont­sýslu þann 1. júní 1983. Hafði hann verið skot­inn tví­veg­is í höfuðið og einu sinni í brjóstið. Að sögn lög­reglu hafði Beu­ke sært tvo aðra öku­menn sem höfðu tekið hann upp á putt­an­um. Vitn­is­b­urður þeirra leiddi lög­reglu að Beu­ke.

Beu­ke, sem var floga­veik­ur, hafði nokkr­um sinn­um óskað eft­ir mild­un dóms­ins þar sem lyf­in sem notuð eru við dauðarefs­ing­una gætu valdið hon­um óþarfa sárs­auka. Á þriðju­dag var síðustu beiðni hans hafnað.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert