Atlantis skotið á loft

Áhöfn Atlantis býr sig undir geimskotið.
Áhöfn Atlantis býr sig undir geimskotið. Reuters

Banda­rísku geim­ferj­unni Atlant­is var í kvöld skotið á loft frá Cana­ver­al­höfða á Flórída. Er þetta síðasta ferð geim­ferj­unn­ar, sem flyt­ur sex geim­fara til alþjóðlegu geim­stöðvar­inn­ar. 

Þetta er 32. ferð Atlant­is út í geim en sú fyrsta var far­in árið 1985. Til­gang­ur ferðar­inn­ar nú er m.a. að flytja rúss­neska rann­sókn­ar­stofu í geim­stöðina.

Eft­ir þessa ferð eru aðeins tvær geim­ferju­ferðir til viðbót­ar fyr­ir­hugaðar.  Disco­very verður skotið á loft í sept­em­ber og Endea­vour í nóv­em­ber.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert