Óánægja innan Íhaldsflokksins með stjórnarsamstarf

David Cameron, nýr forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, nýr forsætisráðherra Bretlands. Reuters

Talsverðrar óánægju gætir innan breska Íhaldsflokksins með stjórnarsamstarf flokksins við Frjálslynda flokkinn, sem tókst í vikunni. Hafa ýmsir lýst efasemdum um að samkomulag flokkanna sem hafa ólíka stefnu í mörgum málum, allt frá Evrópumálum til kjarnorkumála.

David Cameron blæs hins vegar á þessar efasemdarraddir í samtali við breska blaðið The Sun í dag. „Auðvitað efast menn en ég trúi því að okkur muni takast þetta og samstarfið heppnist vel. Ég hefði ekki beitt mér fyrir því ef ég efaðist," segir hann. 

Cameron bætir við að verkin muni tala og efasemdarmönnunum þannig sýnt fram á að þeir hafi rangt fyrir sér. „Það er ljóst að það er sameiginlegur grundvöllur sem við viljum byggja á." 

En ýmsir þingmenn Íhaldsflokksins hafa lýst óánægju með væntanlegt samstarf við Frjálslynda demókrata. „Ég hef miklar efasemdir um að samstarf við Frjálslynda demókrata geti orðið langlíft og það gæti haft alvarlegar og langvinnar afleiðingar fyrir flokk okkar," hafði blaðið Independent eftir þingmanninum Richard Drax. „Almenningur kaus ekki þetta."

Annar þingmaður flokksins, Ian Liddell-Grainger, sagði að öfl innan Frjálslyndra demókrata gætu orðið samstarfinu erfið og margir innan þess flokks myndu ekki vilja standa að óvinsælum aðgerðum þegar til kastanna kæmi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert