Sambandið er enn sérstakt

William Hague, nýr utanríkisráðherra Bretlands, heimsótti starfssystur sína, Hillary Clinton, í Washington í dag. Á fundi með blaðamönnum lýstu þau yfir að Bretar og Bandaríkjamenn muni halda áfram að standa sameinaðir í Afganistan.

Þetta er fyrsta ferð Hague til Bandaríkjanna í embætti utanríkisráðherra. Bæði hann og Clinton tóku fram að áfram verði lögð rækt við hið svokallaða „sérstaka samband“ þjóðanna. 

„Ríkisstjórn Obama hlakkar til að starfa með nýrri ríkisstjórn Bretlands. Við munu halda áfram að byggja á því djúpstæða og varanlega trausti sem hafi ríkt á milli íbúa Bretlands og Bandaríkjanna í svo langan tíma,“ sagði Clinton.

„Bandaríkin eru án efa mikilvægasti bandamaður Bretlands. Í grundvallaratriðum byggir sambandið á sameiginlegum þjóðarhagsmunum. Þá er umfang samstarfs okkar fordæmalaust,“ sagði Hague.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert