Breskum flugvöllum mögulega lokað

Farþegavél British Airways lendir á Heathrow flugvelli í vesturhluta London.
Farþegavél British Airways lendir á Heathrow flugvelli í vesturhluta London. Reuters

Flugmálayfirvöld í Bretlandi segja mögulegt að hluti af bresku loftrými verði lokað á morgun vegna öskuskýsins frá Íslandi. Talið er að askan geti lokað nokkrum af stærstu flugvöllum í suðausturhluta landsins, allt fram á þriðjudag.

Philip Hammond, samgönguráðherra Bretlands, segir að öryggi farþega sé forgangsatriði bresku ríkisstjórnarinnar.

Verði loftrýminu lokað myndi það ná yfir flugvelli á borð við Heathrow, Gatwick og Stansted.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert