Leigubílstjórar svindluðu á viðskiptavinum

Nærri helmingur leigubílstjóra í New York hefur haft fé af …
Nærri helmingur leigubílstjóra í New York hefur haft fé af farþegum. Reuters

Fjöldi leigubílstjóra í New York er sakaður um að rukka viðskiptavini sína ítrekað um of hátt akstursgjald. Þurfa bílstjórarnir að svara til saka fyrir sérstökum dómstóli, sem settur hefur verið á stofn.

Leigubílaráð New York borgar birti í gærkvöldi niðurstöður rannsóknar á viðskiptaháttum leigubílstjóra. Segir ráðið, að 88 bílstjórar hafi orðið uppvísir að því að rukka viðskiptavini um of hátt gjald í að minnsta kosti 500 skipti hver og 545 til viðbótar hafi innheimt of hátt gjald í 50-499 skipti hver. 

Bílstjórarnir eiga yfir höfði sér að missa akstursleyfið eða greiða sektir.

Ráðið segir að nærri 22 þúsund skráðir leigubílstjórar af 50 þúsund slíkum í New York, hafi innheimt of hátt gjald 286 þúsund sinnum og haft þannig 1,1 milljón dala af farþegum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert