Lesbía kosin biskup

Mary Glasspool biskup er lesbía.
Mary Glasspool biskup er lesbía.

Fyrsti sam­kyn­hneigði bisk­up­inn í bisk­upa­kirkj­unni í Banda­ríkj­un­um verður sett­ur inn í embætti í dag þrátt fyr­ir að erki­bisk­up­inn af Kant­ara­borg hafi varað við af­leiðing­um þess. Hann tel­ur að þessi ákvörðun dýpki frek­ar deil­ur sem hafa verið um stöðu sam­kyn­hneigðra inn­an kirkj­unn­ar.

Mary Glasspool verður í dag vígð sem aðstoðarbisk­up í Los Ang­eles. Hún er fyrsti sam­kyn­hneigði bisk­up­inn sem sett­ur er í embætti síðan Gene Robin­son var gerð að bisk­up fyr­ir sjö árum. Síðan það gerðist hef­ur enska bisk­upa­kirkj­an verði klof­in í af­stöðu til sam­kyn­hneigðar.

Mary Glasspool hef­ur verið í sam­búð í 22 ár. Erki­bisk­up­inn af Kant­ara­borg, Row­an Williams, skoraði á trúbræður sína í Banda­ríkj­un­um að fresta vígslunni með þeim orðum að hún myndi efla þann hluta kirkj­unn­ar sem er þeirr­ar skoðunar að sam­kyn­hneigð sé synd.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka