Grikkir íhuga að saksækja banka

George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands
George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands Reuters

Forsætisráðherra Grikklands segist ekki útloka, að grísk stjórnvöld höfði mál á hendur bandarískum fjárfestingarbönkum þar sem þeir beri hluta af ábyrgðinni á hvernig komið er í ríkisfjármálum Grikklands. 

„Ég vil ekki útiloka að til þessa geti komið," sagði George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN, sem sent verður út síðar í dag. Hann nefndi enga banka með nafni.

Papandreou sagði, að afstaða yrði tekin til þessa eftir að rannsókn gríska þingsins á orsökum skuldakreppunnar í landinu liggur fyrir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert