Enginn fiskur árið 2050?

Bátar við bryggju.
Bátar við bryggju. mbl.is/ÞÖK

Sér­fræðing­ar á veg­um Sam­einuðu þjóðanna segja að ef fisk­veiðar í heim­in­um verði ekki tekn­ar til gagn­gerr­ar end­ur­skoðunar, þá sé hætt við að eng­inn fisk­ur verði eft­ir í heims­höf­un­um árið 2050.

„Ef það mat sem við höf­um und­ir hönd­um [...] reyn­ist vera rétt, þá stönd­um við frammi fyr­ir því að fisk­ur­inn muni klár­ast eft­ir 40 ár,“ seg­ir Pav­an Suk­hdev, yf­ir­maður hjá Um­hverf­is­stofn­un SÞ, sem stýr­ir átaki sem kall­ast græna hag­kerfið.

Síðar á þessu ári er vænt­an­leg skýrsla frá UNEP og öðrum sér­fræðing­um varðand græna hag­kerfið. Þar kem­ur m.a. fram að hægt verði að sneiða hjá slík­um hörm­ung­um sé dregið úr niður­greiðslu til fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og ef búin eru til vernd­ar­svæði fyr­ir fisk­teg­und­ir. Þannig muni sjáv­ar­út­veg­ur blómstra í framtíðinni.

Brot úr skýrsl­unni var birt í dag. Í henni er jafn­framt metið hvernig hægt sé að koma í veg fyr­ir eyðilegg­ingu vist­kerf­is­ins á jörðinni, þrátt fyr­ir aukna spurn eft­ir fersku vatni og orku.

Achim Steiner, fram­kvæmda­stjóri UNEP, seg­ir að heim­ur­inn sé byrjaður að ganga á sitt eigið fé. 

Steiner tek­ur hins veg­ar fram að nú­ver­andi stofn­an­ir og rík­is­stjórn­ir séu hæf­ar til þess að taka upp breytta stefnu. Marg­ar þjóðir hafi sýnt græna hag­kerf­inu mik­inn áhuga, og nefn­ir hann í því sam­bandi að um 30 þjóðir hafi haft beint sam­band við UNEP vegna máls­ins. Marg­ir séu að end­ur­skoða sín­ar stefn­ur varðandi um­hverf­is­mál.

Hrun fiski­stofna snerti ekki aðeins um­hverf­is­mál, því um millj­arður jarðarbúa, sem búa flest­ir í fá­tæk­um ríkj­um, treysti á fisk sem fæðu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert