Minnst 20 létu lífið í sprengjuárás

Að minnsta kosti 20 manns biðu bana í sprengjuárás sem uppreisnarmenn úr röðum maóista gerðu á rútu á Indlandi í dag.

Árásin var gerð í indverska sambandsríkinu Chhattisgarh. Nokkrir hermenn voru á meðal farþega í rútunni.

Indverskar sjónvarpsstöðvar sögðu að allt að 30 manns hefðu beðið bana í árásinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert