Mildari reglur um lokun lofthelgi

Bresk flugmálayfirvöld hafa mildað reglur sínar um hvenær loka eigi lofthelgi fyrir flugumferð vegna hættu, sem kann að stafa af öskuskýi, og nýju reglurnar eiga að taka gildi á hádegi í dag.

Samkvæmt nýju reglunum verður flugumferð heimiluð í þykkari öskuskýi en áður í ákveðinn tíma. Reglurnar voru settar eftir hörð mótmæli flugfélaga sem eru mjög óánægð með tíðar lokanir flugvalla vegna ösku frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Síðast var um 1.000 flugferðum aflýst í Bretlandi, Írlandi og Hollandi í gær.

Willie Walsh, forstjóri British Airways, sagði að yfirvöld hefðu brugðist „allt of harkalega við minni háttar hættu“ með því að loka lofthelginni fyrir allri flugumferð. Stjórnendur annarra flugfélaga tóku í sama streng.

Heathrow-flugvöllur var lokaður í gær.
Heathrow-flugvöllur var lokaður í gær. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert