Breska olíufyrirtækið BP þrýsti á starfsmenn um að hraða störfum þegar þeir voru að bora í Mexíkóflóa með þeim afleiðingum að sprenging varð og olía streymdi óhindrað í sjóinn.
Þetta kom fram í þættinum 60 Minutes á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS á sunnudagskvöld. „Við skulum auka hraðann, auka hraðann,“ sagði Mike Williams, yfirrafmagnsverkfræðingur á borpallinum, að yfirmenn sínir hefðu sagt og átt við að dýpka þyrfti borholuna hraðar. „Það var alltaf þrýstingur, en þrýstingurinn var aukinn.“
BP er undir miklum þrýstingi út af slysinu og ekki minnkaði hann í gær þegar The Center for Public Integrity, miðstöð um rannsóknarblaðamennsku, birti upplýsingar um fjölda alvarlegra brota á öryggisreglum.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.