Kveikt í byggingum í Bangkok

Reyk leggur frá verslunarmiðstöð í Bangkok.
Reyk leggur frá verslunarmiðstöð í Bangkok. Reuters

Mótmælendur í Bangkok hafa kveikt í húsum á 20 stöðum í borginni, meðal annars í verslunarmiðstöðvum og bönkum, að sögn taílensku lögreglunnar.

Fyrr í morgun var skýrt frá því að kveikt hefði verið í byggingu sjónvarpsstöðvar í Bangkok. Um hundrað manns eru í byggingunni og herinn sendi þyrlu á staðinn til að bjarga fólkinu.

 Áður lýsti leiðtogi mótmælendanna yfir því að sex vikna mótmælum stjórnarandstöðunnar í miðborg Bangkok væri lokið eftir að um þúsund hermenn réðust inn á svæði sem mótmælendurnir höfðu lagt undir sig. Að minnst kosti fimm manns biðu bana í áhlaupinu.

Að minnsti kosti fjórir af forystumönnum mótmælendanna hafa gefið sig fram við lögregluna.

Handteknir mótmælendur með bundið fyrir augun.
Handteknir mótmælendur með bundið fyrir augun. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert