Mótmælendur hafa kveikt í byggingu sjónvarpsstöðvar í Bangkok, að sögn slökkviliðsins í borginni. Um hundrað manns eru í byggingunni og herinn sendi þyrlu á staðinn til að bjarga fólkinu.
Fyrr í morgun lýsti leiðtogi mótmælendanna yfir því að sex vikna mótmælum stjórnarandstöðunnar í miðborg Bangkok væri lokið eftir að um þúsund hermenn réðust í morgun inn á svæði sem mótmælendurnir höfðu lagt undir sig. Að minnst kosti fimm manns biðu bana í áhlaupinu.
Að minnsti kosti fjórir af forystumönnum mótmælendanna hafa gefið sig fram við lögregluna.