Kveikt í byggingu sjónvarpsstöðvar í Bangkok

Handteknir mótmælendur í Bangkok með bundið fyrir augun.
Handteknir mótmælendur í Bangkok með bundið fyrir augun. Reuters

Mót­mæl­end­ur hafa kveikt í bygg­ingu sjón­varps­stöðvar í Bang­kok, að sögn slökkviliðsins í borg­inni. Um hundrað manns eru í bygg­ing­unni og her­inn sendi þyrlu á staðinn til að bjarga fólk­inu.

 Fyrr í morg­un lýsti leiðtogi mót­mæl­end­anna yfir því að sex vikna mót­mæl­um stjórn­ar­and­stöðunn­ar í miðborg Bang­kok væri lokið eft­ir að um þúsund her­menn réðust í morg­un inn á svæði sem mót­mæl­end­urn­ir höfðu lagt und­ir sig. Að minnst kosti fimm manns biðu bana í áhlaup­inu.

Að minnsti kosti fjór­ir af for­ystu­mönn­um mót­mæl­end­anna hafa gefið sig fram við lög­regl­una.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert