Í sjónum í þrjá sólarhringa

Fólkið hélt sér í kælibox svipað þeim sem eru á …
Fólkið hélt sér í kælibox svipað þeim sem eru á myndinni. Reuters

Tveir karlmenn og ein kona fundust í Atlantshafi undan austurströnd Flórída tæpum þreimur sólarhringum eftir að báti fólksins hvolfdi. Fólkið hélt sér í kælibox, sem flaut á sjónum.

Fram kemur á vef blaðsins First Coast News, að bræðurnir John og Elias Nevarez og Rebecca Sullivan, vinkona þeirra, hafi þjáðst af vökvatapi, sólbruna og marglyttustungum þegar þeim var bjargað úr sjónum. Þau eru hins vegar öll á batavegi.

Fólkið fannst  30 mílur frá Brunswick á Flórída og hafði þá verið í sjónum í 68 stundir. Það var ekki í björgunarvestum en hélt sér í kælibox sem var fullt af beitu. Fólkið þorði ekki að tæma boxið af ótta við að beitan laðaði þá að sér hákarla. 

Bræðurnir og konan fóru á sunnudag til veiða í báti. Þau lentu í miklu ölduróti og misstu vélarafl og síðan hvolfdi bátnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert