Játar morð á börnum sínum

Lianne Smith er leidd í fangaklefa í Gerona í dag. …
Lianne Smith er leidd í fangaklefa í Gerona í dag. Hún reyndi að svipta sig lífi þegar börnin voru látin. Reuters

Bresk kona játaði fyrir stundu fyrir spænskum rétti að hafa orðið tveimur börnum sínum að bana. Konan, Lianne Smith, er 43 ára en hún tók líf fimm ára dóttur sinnar, Rebeccu, og ellefu ára sonar síns, Daniel. Þegar börnin voru látin reyndi konan að svipta sig lífi.

Börnin fundust látin á hótelherbergi í Lloret de Mar á Costa Brava á þriðjudag en þau eru talin hafa látist úr súrefnisskorti.

Það eykur á fjölskylduharmleikinn að maður Lianne, Martin Smith, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum í óskyldu máli.

Martin hafði þannig verið framseldur til Bretlands vegna brota gegn stúlkubörnum á Spáni þegar honum var tjáð að börn hans væru látin.

Honum er meðal annars gefið að sök að hafa reynt að nauðga stúlku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert