Nýnasistar stöðvuðu göngu samkynhneigðra

Nýnasistar í Slóvakíu í dag
Nýnasistar í Slóvakíu í dag Reuters

Nokkrir tugir nýnasista réðust gegn fólki sem styður réttindi samkynhneigðra í borginni Bratislava í Slóvakíu í dag. Særðust tveir og varð að hætta við regnbogagöngu sem fyrirhuguð var í höfuðborginni vegna árása nýnasista.

Um eitt þúsund manns höfðu komið saman og ætluðu að taka þátt í göngunni er um áttatíu nýnasistar hófu að kasta grjóti, reyksprengjum og öllu lauslegu í göngufólk. Létu nýnasistarnir lögreglu ekki stöðva sig við grjótkastið og endaði það með því að hætt var við gönguna.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka