Sænsk kona sem starfaði sem aðstoðarmaður hjúkrunarfræðings hefur kært brottvikningu sína úr starfi, en hún segist hafa verið rekin fyrir trúarskoðanir sínar. Skoðanir konunnar, sem er Votti Jehóva, þóttu ekki hæfa heilbrigðisstarfsmanni, en hún á að hafa haldið því fram að Guð væri að refsa börnum sem fæðast með fötlun.
Þá á hún að hafa lýst því yfir að samkvæmt Biblíunni væri fólki ekki ætlað að fæðast með sjúkdóma. Foreldrar ungrar stelpu sem ummælin beindust að eru sögð hafa misst trúna á heilbrigðiskerfinu. Yfirmaður konunnar sagði henni fyrir vikið upp störfum, en hefur nú verið kærður fyrir brot gegn lögum um að bannað sé að reka fólk fyrir trúarskoðanir þess.