300 þúsund störf í hættu

David Cameron forsætisráðherra ásamt samráðherrum í garðinum í Downingstræti 10
David Cameron forsætisráðherra ásamt samráðherrum í garðinum í Downingstræti 10 Reuters

Að minnsta kosti þrjú hundruð þúsund bresk­ir op­in­ber­ir starfs­menn eiga á hættu að missa vinn­unni á næstu árum ef áætlan­ir sam­steypu­stjórn­ar Íhalds­flokks­ins og Frjáls­lyndra demó­krata verða að veru­leika. Eitt helsta mark­mið rík­is­stjórn­ar­inn­ar er að minnka fjár­laga­hall­ann sem er 156 millj­arðar punda, 29 þúsund millj­arða króna.

Á vef breska blaðsins Times kem­ur fram að Geor­ge Os­borne, fjár­málaráðherra, muni á morg­un kynna fyrstu niður­skurðaraðgerðir stjórn­valda sem eiga að minna rík­is­út­gjöld um sex millj­arða punda. 

Frétt Times 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert