Svindlarar hagnýta sér eldgosið

Svindlararnir þykjast vera allslausir og strandaglópar vegna eldgossins og biðja …
Svindlararnir þykjast vera allslausir og strandaglópar vegna eldgossins og biðja um fjárstyrk til að komast heim. Reuters

Svindlarar hafa nýtt hörmungar og hamfarir til að svíkja fé út úr saklausu og góðhjörtuðu fólki. Nýjasta útgáfan er sú að þykjast vera allslaus strandaglópur vegna eldgossins á Íslandi og óska aðstoðar.  Samtökin Scambusters vara nú við „íslenska eldfjallssvindlinu“.

Svindlararnir reyna að komast yfir aðgangsorð og lykilorð fólks að tölvupósthólfum og persónulegum síðum á samskiptavefjum. Þeir senda fólki skilaboð um að þeir séu fastir í útlöndum vegna niðurfellingar á flugferðum eða vegna seinkana á flugi og biðja um peninga.

Eldfjallssvindlið er bara nýjasta útgáfan af þessum blekkingarleik. Svindlararnir hafa t.d. nýtt jarðskjálftana í Chile og á Haiti í þessum tilgangi. Fólk er hvatt til þess að skoða gaumgæfilega allar beiðnir um fjárstuðning í tengslum við eldgosið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert