Hvaladrápi mótmælt í Kaliforníu

Mótmælendur komu saman í Santa Barbara og fleiri borgum við strandlengju Kaliforníu-ríkis í gær og kröfðust þess að hvalveiðum yrði hætt í heiminum. Fljótlega mun Alþjóða hvalveiðiráðið tilkynna um hve marga hvali megi veiða á næsta veiðiári.

Fjölmargir hvalir halda til í nágrenni Santa Barbara og eru rekin mörg hvalaskoðunarfyrirtæki þar enda hafa sést 27 tegundir hvala á þessu svæði.

Segja hvalavinirnir sem stóðu fyrir mótmælunum í gær að baráttan gegn hvalveiðum hafi verið endurvakin á þessu svæði.

 Á hverju ári séu um tvö þúsund hvalir drepnir en hvalveiðar séu enn stundaðar á Íslandi, Noregi og Japan.

Sjá frétt Los Angeles Times

Frétt á vefnum Keyt.com

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert