Sarkozy spókar sig á Champs Elysees

Nicolas Sarkozy og Carla Bruni-Sarkozy ræða við bændur um erfiða …
Nicolas Sarkozy og Carla Bruni-Sarkozy ræða við bændur um erfiða stöðu þeirra Reuters

Frönsku forsetahjónin, Nicolas Sarkozy og Carla Bruni-Sarkozy. eru meðal þeirra fjölmörgu sem hafa rölt um Champs Elysees í París í dag. Í gær var breiðstrætinu breytt í gróðurvin af ungbændum sem vilja minna á erfiða stöðu bænda í landinu. Er talið að um tvær milljónir manna muni rölta niður Champs Elysees, frá Sigurboganum að Concorde torgi þessa tvo daga sem gatan er iðagræn.

Forsetahjónin heilsuðu upp á bændur, klöppuðu kúm og hétu bændum aðstoð, er þau röltu um svæðið í dag. 

Ungbændurnir komu í gærmorgun fyrir plöntum, trjám, blómum og búpeningi á frægasta breiðstræti Parísarborgar. 

Ekki er um eiginleg mótmæli að ræða heldur vilja bændur minna á stöðu sína á tímum síhækkandi framleiðslukostnaðar og lækkunar smásöluverðs.

Champs Elysees er vinsælasti staðurinn í Parísarborg í dag
Champs Elysees er vinsælasti staðurinn í Parísarborg í dag Reuters
Nicolas Sarkozy og Carla Bruni-Sarkozy
Nicolas Sarkozy og Carla Bruni-Sarkozy Reuters
PHILIPPE WOJAZER
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert