Fimm Sómalar komu fyrir dómara í Rotterdam í Hollandi í morgun en þeir eru ákærðir fyrir tilraun til sjóráns á Adenflóa á síðasta ári. Er þetta í fyrsta skipti sem réttað er yfir sómölskum sjóræningjum í Evrópu. Fimmmenningarnir voru handteknir þegar þeir reyndu að ræna flutningaskipi.
Voru þeir vopnaðir sjálfvirkum byssum og eldflaugum og eiga yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi verði þeir fundnir sekir um tilraun til sjóráns.