Réttarhöld yfir sjóræningjum í Hollandi

Freigáta við eftirlit á Adenflóa en sjórán eru tíð á …
Freigáta við eftirlit á Adenflóa en sjórán eru tíð á flóanum Reuters

Fimm Sómalar komu fyrir dómara í Rotterdam í Hollandi í morgun en þeir eru ákærðir fyrir tilraun til sjóráns á Adenflóa á síðasta ári. Er þetta í fyrsta skipti sem réttað er yfir sómölskum sjóræningjum í Evrópu. Fimmmenningarnir voru handteknir þegar þeir reyndu að ræna flutningaskipi.

Voru þeir vopnaðir sjálfvirkum byssum og eldflaugum og eiga yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi verði þeir fundnir sekir um tilraun til sjóráns.

Mennirnir Farah Ahmed Yusuf, 25 ára, Jama Mohamed Samatar, 45 ára, Sayid Ali Garaar, 39 ára, Abdirisaq Abdulahi Hirsi, 33 ára og Osman Musse Farah, 32 ára, voru handteknir þann 2. janúar í fyrra eftir að danskir sjóliðar á herskipi komu í veg fyrir að þeir kæmust um borð í hollenska flutningaskipið Samanyolu. Hafa þeir verið í haldi í Hollandi frá þeim tíma og verður dómur kveðinn upp yfir þeim þann 16. júní nk.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert