Georgía tapar á gosinu

Gosið hefur víðtækar afleiðingar.
Gosið hefur víðtækar afleiðingar. Helgi Bjarnason

Efna­hags­bat­an­um í Georgíu­ríki í Banda­ríkj­un­um mun seinka miðað við fyrri áætlan­ir. At­hygli vek­ur að eld­gosið í Eyja­fjalla­jökli er tal­in ein skýr­ing­in á því hvers vegna hag­kerfi rík­is­ins hafi ekki rétt fyrr úr kútn­um en von­ast var til.

Fjallað er um málið á vef The Augusta Chronicle, staðarblaði borg­ar­inn­ar Augusta, en þar kem­ur fram að borg­in hafi farið bet­ur út úr krepp­unni en ríkið al­mennt þar sem um 10 millj­ón­ir manna búa. 

Frétt blaðsins er byggð á nýrri skýrslu hag­fræðideild­ar Georgia State Uni­versity og er vitnað til þess stöðumats sér­fræðinga skól­ans að skuldakrepp­an í Grikklandi, ol­íu­slysið í Mexí­kóflóa og gosið í Eyja­fjalla­jökli hafi orðið til að seinka efna­hags­bata rík­is­ins.

Er það rakið til nei­kvæðra áhrifa goss­ins á flug og ferðaþjón­ustu í rík­inu.

Ol­íu­slysið í Mexí­kóflóa er hins veg­ar sagt munu geta haft al­var­legri af­leiðing­ar enda geti það leitt til hrinu gjaldþrota sem komið geti niður á hag­kerfi rík­is­ins, sem leiði efna­hags­kerfi suðaust­ur­hluta Banda­ríkj­anna.

Íbúa­fjöldi Augusta er ríf­lega 530.000 að meðtöld­um út­hverf­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert