Sveik stórfé út úr sænska Rauða krossinum

Fyrrum yfirmaður hjá Rauða krossinum í Svíþjóð og sænska krabbameinsfélaginu var í dag dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir stórfelld fjársvik. Tveir aðrir voru einnig dæmdir í fangelsi fyrir aðild að brotunum. 

Fram kemur á vef Dagens Nyheter, að maðurinn, Johan af Donner, taldi að 60 þúsund sænskra króna mánaðarlaun, sem hann fékk hjá Rauða krossinum væru ekki nægilega há og bætti sér þau upp með ýmsum ráðum. Í ljós kom að hann falsaði meðal annars reikninga fyrir alls konar vörur og þjónustu og stakk andvirðinu í vasann.   

Rauði krossinn krafðist þess að Donner greidd honum 5,2 milljónir sænskra króna í bætur og sænska krabbameinsfélagið, sem Donner starfaði einnig fyrir, krefst 2,5 milljóna króna í bætur. Lagt var hald á eignir, sem metnar eru á 6 milljónir sænskra króna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert