15 milljarða evra niðurskurður á Spáni

Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, í þingsal í dag.
Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, í þingsal í dag. Reuters

Spán­arþing samþykkti naum­lega áætl­un um að skera niður rík­is­út­gjöld sem nem­ur 15 millj­örðum evra (2.400 millj­arða kr.), en spænsk stjórn­völd reyna nú að rétta af fjár­laga­hall­ann. Aðeins munaði einu at­kvæði.

Áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar var samþykkt með 169 at­kvæðum á móti 168. Þrett­án sátu hjá.

Aðgerðaráætl­un­in var kynnt fyrr í þess­um mánuði og er mark­miðð að lækka hall­ann um 11% af vergri lands­fram­leiðslu í 6% árið 2011.

Stefnt er að því að lækka laun op­in­berra starfs­manna um 5% og skera hressi­lega niður op­in­ber­ar fjár­fest­ing­ar. Menn binda von­ir við að þess­ar aðgerðir muni minnka fjár­laga­hall­ann. Með þessu geti stjórn­völd komið í veg fyr­ir að svipað neyðárstand skap­ist á Spáni og í Grikklandi.

Marg­ir Spán­verj­ar ótt­ast hvaða af­leiðing­ar þetta muni hafa á spænska hag­kerfið. At­vinnu­leysið í land­inu mæl­ist vera 20%, sem er tvö­falt hærra en meðaltal evr­ulþjóða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert