Milljörðum varið í verndun skóga

Loftmynd tekin yfir Amazon frumskóginum í Mato Grosso héraði, þar …
Loftmynd tekin yfir Amazon frumskóginum í Mato Grosso héraði, þar sem fram fer ein mesta skógareyðing í Brasilíu. RICKEY ROGERS

Auðugustu ríki heims munu leggja um 4 milljarða bandaríkjadala til baráttunnar gegn eyðingu skóga í heiminum fyrir árið 2010. Það er um 500 milljónum hærri upphæð en lögð var fram á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í desember.

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti þessi tíðindi á blaðamannafundi í dag en Norðmenn standa þessa dagana fyrir alþjóðlegri ráðstefnu gegn eyðingu skóga.  Löndin sem leggja baráttunni lið með þessum hætti eru Bandaríkin, Noregur, Japan, Bretland, Frakkland, Ástralía, Þýskaland og Danmörk. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert