Auðugustu ríki heims munu leggja um 4 milljarða bandaríkjadala til baráttunnar gegn eyðingu skóga í heiminum fyrir árið 2010. Það er um 500 milljónum hærri upphæð en lögð var fram á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í desember.
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti þessi tíðindi á blaðamannafundi í dag en Norðmenn standa þessa dagana fyrir alþjóðlegri ráðstefnu gegn eyðingu skóga. Löndin sem leggja baráttunni lið með þessum hætti eru Bandaríkin, Noregur, Japan, Bretland, Frakkland, Ástralía, Þýskaland og Danmörk.