Eftirskjálftar í Kyrrahafi

Vanuatu er eldfjallaeyja í Kyrrahafi. Hér sést eldfjallið Gaua á …
Vanuatu er eldfjallaeyja í Kyrrahafi. Hér sést eldfjallið Gaua á eyjunni.

Fimm eftirskjálftar af stærðinni 5 til 6,4 stig hafa mælst í Kyrrahafi eftir að stór jarðskjálfti upp á 7,2 stig varð á sjávarbotni við Vanúatú í gær.  Engar skemmdir eða slys hafa verið tilkynnt vegna skjálftana og ekkert bendir til þess að tsunami flóðbylgja verði í kjölfarið.

Almannavarnir á Nýja-Sjálandi gáfu í gær út flóðbylgjuviðvörun í kjölfar stóra skjálftans og var fólki ráðlagt að halda sig frá ströndinni, en viðvörunin var fljótt dregin til baka.

Í október í fyrra urðu þrír stórir skjálftar, af stærðunum 7,8, 7,7 og 7,3 á svipuðum slóðum við Vanúatú. Þótt engar skemmdir hafi orðið þá heldur vöktu skjálftarnir mikinn ótta fólks á svæðinu því aðeins viku fyrr hafði tsunami flóðbylgja lagt í rúst stóran hluta Samóa og Tonga með þeim afleiðingum að 186 létust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert