Forseti Gvatemala, Alvaro Colom, hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu eftir að öflugt eldgos hófs í eldfjallinu Pacaya. Einn hefur látist vegna gossins og alþjóðaflugvöllur landsins hefur verið lokaður í dag vegna öskuskýs.
Öskulag er nú yfir svæðinu í nágranni eldfjallsins, sem stendur í um 50 km fjarlægð frá höfuðborginni og byrjaði að gjósa á miðvikudagskvöld en hefur vaxið að styrk síðan. Flugvélum hefur verið beint frá La Aurora alþjóðaflugvellinum á smærri flugvelli í öðrum hlutum landsins.
Um 1.600 manns voru fluttir burt úr nágrenni eldfjallsins, sem er 2.552 metra hátt. Skaðbrennt lík sjónvarpsfréttamannsins Anibal Archila fanns í hlíðum eldfjallsins, þar sem hann var að sögn kollega að vinna að frétt um gosið þegar grjóti og hrauni tók að rigna yfir hann áður en honum tóks að flýja. Þá er þriggja barna saknað af svæðinu.
Á Gvatemala eru 288 eldfjöll, þar af 8 sem talin eru virk.