70 ár frá björguninni í Dunkerque

Þess er minnst um helgina, að 70 ár eru liðin frá því  að fjöldi allskonar skipa, allt frá tundurspillum niður í smábáta, sigldi yfir Ermarsund frá Bretlandi til að bjarga herliði bandamanna af ströndum Frakklands við Dunkerque undan her Þjóðverja.

Enn eru um 50 af þessum skipum til en hermönnunum, sem bjargað var þessa daga, fer ört fækkandi og þeir sem enn lifa eru komnir á tíræðisaldur. 

Í maí 1940 hafði þýski herinn króað rúmlega 300 þúsund breska hermenn af á norðurströnd Frakklands við Dunkerque. Winston Churchill skipaði þá öllum sem ættu bát að sigla yfir Ermarsund. Um 200 bresk herskip fóru einnig yfir sundið. 

Vonir stóðu til að bjarga mætti um 45 þúsund hermönnum með þessu móti en á endanum tókst að flytja 338.226 hermenn með bátunum til Englands.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert